Innflytjendamál

Fréttamynd

Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu.

Innlent
Fréttamynd

Öfgar og ó­sannindi

Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt.

Skoðun
Fréttamynd

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja bæta ís­lensku­kennslu fyrir inn­flytj­endur

Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Að rækta garðinn sinn

Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þjóða­nemar neyðist til að vinna svart á Ís­landi

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Rúður skotnar í spað í verslun inn­flytj­enda

Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu.

Innlent
Fréttamynd

Spurt og svarað um útlendingamál

Það er engin skortur á fólki sem tjáir sig um útlendingamál. Því miður er það oftar en ekki þannig að það sem er sagt opinberlega er ekki endilega rétt. Alla jafna snýst málið um það að fólk misskilur orðræðuna og í raun misskilur það sem raunverulega er verið að meina með henni. Ég ætla að gera einlæga tilraun til að leggja hér upp þær spurningar sem gjarnan brenna á fólki í þessu samhengi og gera mitt allra besta til að svara þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Ei­ríkur og Bjarni takast á um nefnd um ís­lenska tungu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ræða mest mál­efni ís­lenskunnar á fundum ensku­mælandi ráðs

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku.

Innlent
Fréttamynd

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­kerfið - lykill að inngildingu

Breytt samfélagsgerð kallar á breyttar áherslur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur varðaði fjölbreyttara samfélag, fjölmenningu eða hvers kyns aðrar breytingar sem heimurinn er að ganga í gegnum og þær áskoranir sem þeim fylgja.

Skoðun
Fréttamynd

Tók fimm mánuði að byrja að tala ís­lensku

„Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Harðari orð­ræða um út­lendinga stilli VG upp við vegg

Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Fögnum fjöl­breyti­leikanum: Pól­verjar flestir, síðan Lit­háar, síðan Ís­lendingar

„Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

2 milljarðar í verð­laun

Ísland er ekki fullkomið land, en við sem búum hér viljum trúa því að Ísland sé gott land. Það er margt sem gerist í heiminum sem íslendingar búast ekki við að gerist hér, það er hluti af sjálfsmynd okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Núna er þetta bara orðið á­gætt!

Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera?

Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár.

Innlent